Lehmann: Almunia verðskuldar ekki sæti mitt

Jens Lehmann er alltaf með sjálfstraustið í lagi.
Jens Lehmann er alltaf með sjálfstraustið í lagi. Reuters

Jens Lehmann, markvörður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, er sannfærður um að hann sé enn besti markvörðurinn í röðum félagsins. Hann sagði í viðtali við Sunday People í dag að Manuel Almunia, sem af og til hefur leyst hann af hólmi, skuli bara hafa sig hægan því hann sé alls ekki jafnoki sinn, enn sem komið er.

Lehmann, sem er 37 ára, fékk á sig ódýr mörk í byrjun tímabilsins. Almunia leysti hann af hólmi en Arsene Wenger knattspyrnustjóri sagði að það væri vegna þess að Lehmann glímdi við meiðsli í hásin. Lehmann var hinsvegar í marki Þjóðverja í gær þegar þeir unnu Wales, 2:0, í undankeppni EM.

„Ég er tvímælalaust með mestan andlegan styrk hjá Arsenal því ég er sá reyndasti. Aðrir markmenn koma kannski inn og spila betur í 2-3 leiki en enginn hefur gert það til lengri tíma. Ég veit að ég hef forskot hjá Arsenal og sé ekki að neinar ungar stjörnur geti slegið mig út. Ég veit líka að Wenger setur mig aftur í markið, það skiptir ekki máli með viku til eða frá í því.

Ég las að Almunia hefði sagst verðskulda að vera fyrsti markvörður félagsins. Hann hefur hinsvegar ekki tryggt liðinu sigur í neinum stórleik hingað til," sagði Jens Lehmann, kokhraustur að vanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert