Arsenal í toppsætið eftir 1:3 sigur á Tottenham

Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag.
Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag. AP

Arsenal var að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar með því að bera sigurorð af grönnum sínum í Tottenham, 1:3, á White Hart Lane. Arsenal hefur 13 stig, Liverpool, sem gerði markalaust jafntefli við Portsmouth, hefur 11 stig líkt og Man.Utd., sem lagði Everton á útivelli. Fylgst var með leikjunum textalýsingu á mbl.is.

89. Tottenham - Arsenal 1:3. Adebayor skorar gull af marki fyrir Arsenal. Tógómaðurinn tók boltann skemmtilega niður og skoraði með viðstöðulausu þrumuskoti.

80. Tottenham - Arsenal 1:2. Spánverjinn snjalli Cesc Fabregas er búinn að koma Arsenal yfir á White Hart Lane með glæsilegu skoti utan teigs. Þetta er fimmta mark Fabregas á tímabilinu og það þriðja í úrvalsdeildinni.

65. Tottenham - Arsenal 1:1. Adebayor jafnar metin með skallamarki eftir aukaspyrnu frá Fabregas.

Klukkutími er liðinn af leik Tottenham og Arsenal á White Hart Lane og eru heimamenn enn yfir, 1:0. Arsenal hefur farið illa með nokkur góð færi í leiknum og þá sérstaklega Emmanuel Adebayor.

Leik Portsmouth og Liverpool er lokið með markalausu jafntefli og það dugði Liverpool til að endurheimta toppsætið. Liverpool og United hafa 11 stig en Liverpool á leik til góða og hefur auk þess mikli betri markatölu. Portsmouth fékk besta færi leiksins en Jose Reina varði vítaspyrnu frá Kanu í fyrri hálfleik.

76. Benítez gerir þriðju breytinguna á liði sínu. Íslandsvinurinn Xabi Alonso er tekinn (ekki rekinn) af velli og í hans stað er kominn Ryan Babel.

Kominn er hálfleikur á White Hart Lane þar sem Tottenham hefur 1:0 yfir gegn grönnum sínum í Arsenal. Gareth Bale skoraði markið beint úr aukaspyrnu á 15. mínútu.

66. Benítez gerir aðra breytingu. Fyrirliðinn Steven Gerrard kemur inná fyrir fyrir Jermaine Pennant og Harry Redknapp gerir slíkt hið sama. Benjani fer af velli fyrir Niko Krancjar.

61. Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool gerir breytingu á liði sínu gegn Portsmouth. Fernando Torres kemur inná fyrir Peter Crouch. Mikil barátta er í leiknum og ekkert gefið eftir. Hermann Hreiðarsson hefur staðið vaktina vel í vörn Portsmouth.

Leik Everton og Manchester United er lokið með 0:1 sigri United. Nemanja Vidic skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok og með sigrinum eru meistararnir komnir á toppinn með 11 stig.

14. Tottenham - Arsenal 1:0. Gareth Bale kemur Tottenham yfir með marki beint úr aukaspyrnu.

87. Edwin van der Saar ver naumlega þrumufleyg frá James McFadden sem er nýkominn inná.

82. Everton - Man.Utd. 0:1. Nemanja Vidic skallar af krafti í netið eftir hornspyrnu frá Nani. Andartaki síðar er Nani kallaður af velli og Gerard Pique er kominn inná í hans stað.

Mike Riley hefur flautað til hálfleiks í leik Portsmouth og Liverpool þar sem staðan er, 0:0. Í sömu andrá hófst leikur Tottenham og Arsenal á White Hart Lane.

62 Manchester United gerir breytingu á liði sínu. Fyrirliðinn Ryan Giggs fer af leikvelli og í hans stað er kominn Louis Saha.

31. Portsmouth fær gullið tækifæri til að komast yfir gegn Liverpool. Liðið fékk dæmda vítaspyrnu en Jose Reina markvörður Liverpool gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu frá Kanu. Staðan því enn, 0:0.

55. Paul Scholes kemst í opið færi eftir vel útfærða sókn en viðstöðulaust skot hans fer yfir mark Everton.

Everton byrjar seinni hálfleikinn vel gegn Manchester United og engu munaði að Andy Johnson tækist að skora eftir hornspyrnu en Paul Scholes bjargaði á marklínu.

Eftir hálftíma hefst á White Hart Lane viðureign grannaliðanna Tottenham og Arsenal. Byrjunarliðin eru klár og líta þannig út;

Tottenham: Robinson, Chimbonda, Dawson, Kaboul, Lee, Malbranque, Huddlestone, Jenas, Bale, Berbatov, Keane.
Varamenn: Cerny, Zokora, Bent, Lennon, Rocha.

Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Silva, Clichy, Hleb, Fabregas, Diaby, Flamini, Adebayor, Van Persie.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, Denilson, Song Billong, Walcott.

Alan Wiley hefur flautað til hálfleiks á Goodison Park og er staðan 0:0 í frekar tilþrifalitlum leik. Rétt áður var flautað til leiks á Fratton Park í viðureign Portsmouth og Liverpool.

39. Mikael Silvestre er borinn af velli og þykir líklegt að um alvarleg hnémeiðsli sé að ræða. Nani kemur inná fyrir Silvestre og fer Evra í stöðu vinstri bakvarðar.

25 mínútur eru liðnar af leik Everton og Manchester United á Goodison Park. Liðin eru enn að þreifa fyrir sér og engin teljandi marktækifæri hafa litið dagsins ljós.

Tíu mínútur eru liðnar af leik Everton og Manchester United og jafnræði með liðunum. Heimamenn hafa verið öllu sterkari með Andy Johnson og Yakubu stórhættulega í fremstu víglínu.

Leikur Portsmouth og Liverpool hefst á Fratton Park klukkan 11.30. Byrjunarlið Liverpool er klárt og þar vekur athygli að Fernando Torres og Steven Gerrard eru á bekknum en Jamie Carragher er kominn aftur í liðið eftir meiðsli. Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth.

Lið Portsmouth: James, Johnson, Distin, Campbell, Hermann, Davis, Diop, Muntari, Utaka, Kanu, Mwaruwari.

Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Finnan, Agger, Carragher, Sissoko, Alonso, Benayoun, Pennant, Crouch, Voronin. Varamenn: Itandje, Hyypia, Torres, Gerrard, Babel.

Tim Howard markvörður Everton komst ekki í gegnum læknisskoðun og hann ver því ekki markið gegn sínum gömlu félögum í Manchester United. Reiknað hafði verið með því að Wayne Rooney yrði í leikmannahóp United er svo er ekki.

Liðin á Goodison Park eru þannig skipuð:

Everton: Wessels - Hibbert, Yobo, Lescott, Baines - Arteta, Jagielka, Neville, Osman - Johnson, Yakubu.
Varamenn: Turner, McFadden, Pienaar, Carsley, Anichebe.

Man Utd: Van der Sar - Brown, Ferdinand, Vidic, Silvestre - Ronaldo, Carrick, Scholes, Evra - Giggs, Tevez.
Varamenn: Kuszczak, Saha, Nani, Pique, Gibson.

Manchester United hefur átt góðu gengi að fagna á Goodison Park en liðið hefur unnið 11 af síðustu 13 leikjum sínum þar í deild og bikar. Á síðustu leiktíð hafði United betur, 2:4, eftir að Everton hafði komist í, 2:0.

Cesc Fabregast tryggði Arsenal sigurinn á Tottenham í dag.
Cesc Fabregast tryggði Arsenal sigurinn á Tottenham í dag. Reuters
Nemanja Vidic tryggði Manchester United sigurinn á Everton í dag.
Nemanja Vidic tryggði Manchester United sigurinn á Everton í dag. Reuters
Cristiano Ronaldo hefur lokið við að afplána þriggja leikja bann …
Cristiano Ronaldo hefur lokið við að afplána þriggja leikja bann og í liði United en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert