Drogba ekki með gegn Rosenborg

Didier Drogba framherji Chelsea.
Didier Drogba framherji Chelsea. Reuters

Didier Drogba framherji Chelsea missir að öllum líkindum af leik sinna manna gegn norska meistaraliðinu Rosenborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Drogba er meiddur í hné og var ekki með Chelsea sem gerði markalaust jafntefli við Blackburn í gær.

,,Ég finn ennþá til í hnénu og það er mjög tæpt að ég verði með á móti Rosenborg," segir Drogba en Chelsea menn halda í vonina um að hann verði búinn að ná sér fyrir næstu helgi en þá sækir Chelsea ensku meistaranana í Manchester United heim í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert