Owen líklega undir hnífinn

Michael Owen í baráttu við Ívar Ingimarsson og Nickey Shorey …
Michael Owen í baráttu við Ívar Ingimarsson og Nickey Shorey í leik Newcastle og Reading. Reuters

Flest bendir til þess að Michael Owen framherji Newcastle og enska landsliðsins þurfti að gangast undir aðgerð vegna kviðslits í vikunni. Verði það niðurstaðan þykir næsta víst að hann missi af leikjum enska landsliðsins gegn Rússum og Eistum í undankeppni EM í næsta mánuði.

Owen haltraði af velli í leik Newcastle gegn Derby í gær og er það í annað sinn á einni viku sem framherjinn snjalli neyðist til að fara af velli.

Sparkspekingar spá því að Dean Ashton, framherji West Ham, verði kallaður inn í enska landsliðshópinn fari svo að Owen verði ekki með en áður hafði Emile Heskey helst úr leik vegna meiðsla og þykir ólíklegt að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leiki Englendinga.

Ashton er óðum að nálgast sitt gamla form eftir að hafa verið frá í rúmt ár vegna fótbrots sem hann varð fyrir á æfingu enska landsliðsins í ágúst í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert