Tottenham vann upp þriggja marka forskot Villa

Leikmenn Aston Villa fagna Martin Laursen eftir að hann skoraði …
Leikmenn Aston Villa fagna Martin Laursen eftir að hann skoraði annað marka sinna í kvöld. Reuters

Tottenham og Aston Villa skildu jöfn, 4:4, í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aston Villa náði þriggja marka forystu í síðari hálfleik, 4:1, en leikmenn Tottenham gáfust ekki upp og náðu að jafna áður en yfir lauk. Þeir sitja þó áfram í fallsæti, með 6 stig, en Aston Villa er í níunda sætinu með 11 stig.

Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir með skalla eftir hornspyrnu á 20. mínútu en Martin Laursen jafnaði fyrir Aston Villa á 22. mínútu eftir slæm mistök Pauls Robinsons, markvarðar Tottenham og enska landsliðsins. Laursen skoraði svo aftur á 32. mínútu, 1:2. Gabriel Agbonlahor bætti við þriðja marki Villa á 40. mínútu, 1:3 í hálfleik.

Craig Gardner kom síðan Villa í 1:4 á 59. mínútu og í kjölfarið byrjuðu stuðningsmenn Tottenham að yfirgefa leikvanginn. Pascal Chimbonda náði að minnka muninn fyrir Tottenham á 69. mínútu, eftir að varamaðurinn Jermain Defoe skaut í stöng. Robbie Keane skoraði svo fyrir Tottenham, 3:4, á 82. mínútu.

Miðvörðurinn Younes Kaboul jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins, 4:4, og ótrúleg endurkoma Tottenham var staðreynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert