Bolton náði óvænt jafntefli gegn Bayern München

Ricardo Gardner markaskorari Bolton á hér í höggi við Bayern …
Ricardo Gardner markaskorari Bolton á hér í höggi við Bayern Mark van Bommel. Reuters

Varalið Bolton náði óvænt jafntefli gegn Bayern München í UEFA-bikarnum á Allianz Arena leikvangnum glæsilega í München í kvöld. 2:2 urðu úrslitin. Ricardo Gardner og Kevin Davies skoruðu mörk Bolton en Lukas Podolski bæði mörk Bæjara.

Marga lykilmenn lykilmenn vantaði í lið Bolton þar á meðal Nicolas Anelka, Ivan Campo og El-Hadji Diouf en með mikilli baráttu tókst leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins að ná stigi. Bolton hefur tvö stig eftir tvo leiki en Bayern München 4 stig eftir tvo leiki. Hér að neðan er textalýsing frá leiknum.

Bolton komst yfir á 7. mínútu leiksins með marki frá Ricardo Gardner. Óvænt staða á Allianz enda vantar marga lykilmenn í liði Bolton þar á meðal, Nicolas Anelka, El-Hadji Diouf og Ivan Campo.

Bayern hefur sótt stíft að marki Bolton eftir markið en hefur ekki haft erindi sem erfiði.

Bayern München hefur jafnað metin. Þýski landsliðsmiðherjinn Lukas Podolski skoraði markið á 30. mínútu eftir þunga sókn.

Búið er að flauta til hálfleiks á Allianz Arena og er staðan jöfn, 1:1.

Lukas Poldolski kemur Bayern München í 2:1 á 49. mínútu leiksins. Eftir brábæra sókn og góðan undirbúning frá franska landsliðsmanninum Franck Ribery skoraði Poldolski sitt annað mark með góðu skoti af stuttu færi.

Kevin Davis jafnar metin, 2:2, fyrir Bolton á 81. mínútu. Markið kom eftir skyndisókn og góðan undirbúning frá Kevin Nolan. Boltinn barst til Davies sem skoraði með föstu skoti úr vítateignum.

Lið Bolton: Al Habsi, O'Brien, Cid, Gardner, Alonso, Nolan, Guthrie, McCann, Braaten, Davies.
Varamenn: Walker, Speed, Giannakopoulos, Teymourian, Harsanyi, Sinclair, Sissons.

Kevin Davies, til vinstri, er i fremstu víglínu hjá Bolton.
Kevin Davies, til vinstri, er i fremstu víglínu hjá Bolton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert