Ferguson játar sekt sína

Sir Alex er vanur því að láta í sér heyra …
Sir Alex er vanur því að láta í sér heyra þegar honum mislíkar eitthvað. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ætlar ekki að áfrýja ákæru enska knattspyrnusambandsins á hendur sér og mun taka við refsingu sinni þegjandi og hljóðalaust.

Ferguson var rekinn upp í stúku eftir að hafa hellt sér yfir dómarann Mark Clattenburg í leikhléi í viðureign United og Bolton um síðustu helgi þar sem meistararnir urðu að sætta sig við ósigur.

Ferguson var afar óhress með þá meðferð sem leikmenn hans fengu hjá liðsmönnum Bolton og í hálfleik notaði hann tækifærið og sagði við Clattenburg að hann hefði dæmt fyrri hálfleikinn afar illa.

Ferguson á yfir höfði sér sekt eða bann frá því að stjórna liði sínu af varamannabekknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka