Avram Grant: Verðskuldaður sigur

Peter Crouch vikið af leikvelli í kvöld.
Peter Crouch vikið af leikvelli í kvöld. AP

Frank Lampard miðjumaður Chelsea var að vonum himinlifandi með sigur Chelsea á Liverpool í deildabikarnum í kvöld en Lampard skoraði fyrra mark Chelsea sem mætir Everton í undanúrslitunum.

„Bæði lið áttu sín færi en við áttum hættulegri færi. Ég verð að hrósa báðum markvörðunum þeir stóðu sig báðir afar vel. Mér fannst að ef við héldum okkar leik áfram þá kæmi markið og það kom. Þú skapar þér þína eigin heppni og ég hafði hana þegar skotið frá mér fór í markhornið," sagði Lampard.

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea sagði að sínir menn hefðu verðskuldað sigurinn.

„Áður en Crouch fékk rauða spjaldið vorum við marki yfir og réðum algjörlega ferðinni í leiknum. Þetta voru sanngjörn úrslit og mér fannst ákvörðun dómarans að reka Crouch útaf rétt. Þetta var ljót tækling hjá honum á Mikel,“ sagði Grant.

Rafael Benítez var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Crouch fékk en honum fannst að John Obi Mikel hefði verið búinn að ögra leikmanni sínum.

Þessi ákvörðun dómarans gerði út um leikinn. Þrátt fyrir tapið var ég sáttur við frammistöðu míns liðs. Við lékum á köflum virkilega vel og fengum fullt af góðum færum,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert