Fyrsti Angólamaðurinn til Manchester United

Alex Ferguson hefur ákveðið að bjóða leikmanni frá Angóla samning …
Alex Ferguson hefur ákveðið að bjóða leikmanni frá Angóla samning við Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United upplýsti á vikulegum fréttamannafundi á Old Trafford dag að hann hefði ákveðið að semja við Manucho Goncalves, 24 ára gamlan frá Angóla sem hefur verið til reynslu hjá meisturunum undanfarnar vikur.

Ferguson sagði að Goncalves kæmi til félagsins eftir Afríkukeppnina og verður hann fyrsti Angólamaðurinn til að ganga í raðir Manchester United. Hann er framherji og leikur með Petro Atletico í heimalandi sínu og þá hefur hann skorað 2 mörk í 10 leikjum með Angóla. Goncalves  mun gera þriggja ára samning við ensku meistarana.

„Við höfum Manuchi til skoðunar í þrjár vikur og við höfum hrifist nægilega að honum til að bjóða honum þriggja ára samning. Hann er hávaxinn, lipur og fljótur og lofar góðu,“ segir Ferguson.




 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert