Wenger hyggst hvíla Gallas og Clichy

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arséne Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hyggst stokka upp sitt lið þegar það mætir Burnley, liði Jóhannesar Karls Guðjónssonar, á útivelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn.

Wenger hyggst hvíla fyrirliðann Willam Gallas og bakvörðinn Gael Clichy en fram undan er áfram álag á liðsmönnum Wengers þar sem liðið leikur tvo undanúrslitaleiki gegn Tottenham í deildabikarkeppninni síðar í mánuðinum auk leikja í úrvalsdeildinni og bikarleiksins á sunnudag.

Emmanuel Adebayor mun hugsanlega missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Robin Van Persie enn á sjúkralistanum. Eduardo da Silva fær því áfram að spreyta sig í framlínu Lundúnaliðsins en hann hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.

Jóhannes Karl hefur afplánað fjögurra leikja bann í liði Burnley og getur því tekið þátt í leiknum sem fram fer á Turf Moor, heimavelli Burnley, klukkan 14 á sunnudag.


 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert