Hearts gefur ekkert út hvort Guðjón sé inni í myndinni

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna.
Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna. mbl.is

Forráðamenn skoska liðsins Hearts í Edinborg vilja ekkert segja hvort Guðjón Þórðarson sé einn þeirra manna sem koma til greina í þjálfarastarf hjá félaginu en fram kom í Daily Express í fyrradag að Guðjón væri einn þeirra félagið hefði áhuga á að fá til starfans. 

Pedro Lopez framkvæmdastjóri Hearts vildi ekkert segja til um það hvort Guðjón kæmi til greina eða ekki þegar skoska blaðið Scotsman innti hann eftir því. „Er hann á lista yfir þá þjálfara sem koma til greina í blaðinu? Á okkar lista? Ég get ekki sagt til um það,“ segir Lopez við Scotsman.

Blaðið rifjar upp að Guðjón hafi verið nálægt því að taka við hinu Edinborgarliðinu, Hibernian, fyrir fjórum árum. Hann hafi tekið tilboði félagsins en hafi snúist hugur en til stóð að ráða hann til reynslu.

Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að hann kannaðist ekki við þessar fréttir um að hann kæmi til greina í þjálfarastarfið hjá Hearts. Hann sagðist ekki hafa heyrt neitt frá félaginu né sótt um störf erlendis.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert