Ólík staða hjá West Ham í ár en í fyrra

Liðsmenn West Ham fagna einu af mörkum sínum á leiktíðinni.
Liðsmenn West Ham fagna einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Reuters

Staða Íslendingaliðsins West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, er ólíkt betri nú en á sama tíma í fyrra. West Ham siglir lygnan sjó í deildinni, er í 10. sætinu með 43 stig þegar átta umferðir eru eftir og á ágæta möguleika á að ná Evrópusæti, en liðið hafði 23 stig eftir jafnmarga leiki í fyrra.

Þegar átta umferðir voru eftir í fyrra var West Ham í næst neðsta sætinu með aðeins 23 stig og markatöluna 19:46 en liðið krækti í 18 stig af 24 mögulegum og bjargaði sér frá falli með sigri á meisturum Manchester United á Old Trafford í lokaumferðinni.

Liðin sem enda í 5.-6. sæti tryggja sér keppnisréttinn í UEFA-bikarnum og berjast fimm lið um þessi tvö sæti eins og staðan er í dag. Portsmouth er í sjötta sætinu með 50 stig og á eftir koma Aston Villa með 49, Manchester City 48, Blackburn 46 og West Ham er í 10. sætinu með 43 stig.

Leikirnir sem West Ham á eftir eru:

Heimaleikir:
Portsmouth
Derby
Newcastle
Aston Villa

Útileikir:
Everton
Sunderland
Bolton
Manchester United

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert