Benítez: Ekki afskrifa okkur

Spánverjarnir Fernando Torres og Xabi Alonso fagna marki.
Spánverjarnir Fernando Torres og Xabi Alonso fagna marki. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segir á vef félagsins að menn skyldu ekki afskrifa liðið í baráttunni um enska meistaratitilinn en eftir gott gengi síðustu vikurnar og þá staðreynd að bæði Arsenal og Manchester United hafi verið að gefa eftir er Liverpool nú aðeins átta stigum á eftir toppliðunum.

Liverpool sækir Manchester United heim á Old Trafford á sunnudaginn og í byrjun apríl mætir það Arsenal og þá eiga United, Arsenal og Chelsea öll eftir að mætast innbyrðis.

„Hversu nálægt toppnum við endum verður fróðlegt að sjá,“ segir Benítez á vef Liverpool. „Við höfum mátt þola gagnrýni á tímabilinu en við skulum sjá hvar við verðum eftir þrjár til fjórar vikur. Við eigum eftir mikilvæga leiki og við vinnum þá færumst við nær. Ef okkur tekst að leggja Manchester United að velli þá færumst við nær toppsætinu og það myndi gefa okkur mikið sjálfstraust,“ segir Benítez.

Leikirnir sem Liverpool á eftir eru:

Manchester United (ú)
Everton (h)
Arsenal (ú)
Blackburn (h)
Fulham (ú)
Birmingham (ú)
Manchester City (h)
Tottenham (ú)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert