Ekkert áfengi í Róm fyrir leik Roma og United

Frá viðureign Roma og Manchester United í fyrra þegar til …
Frá viðureign Roma og Manchester United í fyrra þegar til óeirða kom á áhorfendapöllunum. Reuters

Öll sala á áfengi hvort sem það er í dósum eða flöskum verður óheimil í Róm á Ítalíu á þriðjudaginn en þann dag tekur Roma á móti Manchester United í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Yfirvöld í Róm ákváðu að banna áfengisölu í varúðarskyni en stuðningsmönnum liðanna laust saman í fyrra með þeim afleiðingum að fjöldi manna slasaðist og verður ströng löggæsla í Róm bæði fyrir og eftir leik á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert