Ronaldo kominn með 26 mörk

Glæsimark í uppsiglingu hjá Ronaldo en hann kom United á …
Glæsimark í uppsiglingu hjá Ronaldo en hann kom United á bragðið með glæsilegri hælspyrnu. Reuters

Flest bendir til að Portúgalinn Cristiano Ronaldo verði markakóngur í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo skoraði í dag sitt 26. mark í deildinni og hefur skorað 6 mörkum meira en næsti maður sem er Fernando Torres, Liverpool.

Ronaldo skoraði í fjórða deildarleiknum í röð en glæsilegt mark hans með hælspyrnu kom Englandsmeisturunum á bragðið gegn Aston Villa á Old Trafford í dag.

Þessir eru markahæstir:

26 Cristiano Ronaldo, Man Utd

20 Fernando Torres, Liverpool

19 Emmanuel Adebayor, Arsenal

14 Robbie Keane, Tottenham

14 Roque Santa Cruz, Blackburn

13 Benjani, Manchester City

13 Yakubu, Everton

13 Dimitar Berbatov, Tottenham

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert