Frank Rijkaard: Pressa á Ronaldo

Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ræða málin á æfingu …
Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ræða málin á æfingu Barcelona á Old Trafford í kvöld. Reuters

Frank Rijkaard þjálfari Barcelona segir að pressan sé mikil á Cristiano Ronaldo fyrir leik Manchester United og Barcelona í Meistaradeildinni en liðin mætast í síðari undanúrslitaleiknum á Old Trafford annað kvöld

„Það er allt eða ekkert fyrir Ronaldo,“ sagði Rijkaard við fréttamenn í kvöld en sem kunnugt er skaut Ronaldo framhjá úr vítaspyrnu í fyrri leiknum á Camp Nou í síðustu viku.

„Ef okkur tekst að komast áfram þá held ég að við fáum að heyra meira um vítið sem hann nýtti ekki í Barcelona og pressan á eftir að verða mikil á honum. Þetta er mjög áhugaverður leikur og fyrir suma leikmenn Manchester United mun hann taka á taugarnar,“ sagði Rijkaard sem lofar sóknarleik frá sínum mönnum.

„Ég kem ekki til að breyta neinu í okkar leikstíl. Við komum til með að spila okkar leik. Við þurfum að skora til að komast áfram og ég gef hvatt mína menn til að vera hugrakkir og hafa trú á sjálfum sér. Okkar takmark er að vinna keppnina og ég tel okkur færa um að gera það,“ sagði Rijkaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert