Enskur úrslitaleikur í fyrsta sinn

Rafael Benítez ræðir við tvo af lykilmönnum sínum, Steven Gerrard …
Rafael Benítez ræðir við tvo af lykilmönnum sínum, Steven Gerrard og Jamie Carragher, á æfingu á Stamford Bridge í kvöld. Reuters

Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar leika tvö ensk lið til úrslita en þetta varð ljóst eftir sigur Manchester United á Barcelona í kvöld. Það skýrist svo annað kvöld hvort það verður Chelsea eða Liverpool sem mætir United í úrslitaleiknum sem fram á Luzhniki vellinum í Moskvu þann 21. maí.

Chelsea hefur aldrei komist í úrslit Meistaradeildarinnar en Liverpool hefur sex sinnum hampað Evrópumeistaratitlinum og stefnir að því að komast í úrslit í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert