Alex Ferguson: Betra fyrir stuðningsmennina að mæta Liverpool

Alex Ferguson fagnar sigri sinna manna gegn Barcelona á Old …
Alex Ferguson fagnar sigri sinna manna gegn Barcelona á Old Trafford í gær. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segist vera nokk sama hvort það verður Chelsea eða Liverpool sem hans menn mæti í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á Luzhniki vellinum í Moskvu þann 21. maí en telur þó að það geti verið auðveldara fyrir stuðningsmenn United að nálgast miða á leikinn komist Liverpool í úrslitaleikinn.

„Úrslitaleikur á móti Liverpool yrði frábær leikur og ég held að það geti  reynst auðveldara fyrir stuðningsmenn okkar að útvega sér miða á þann leik frekar ef Chelsea kemst í úrslitin. Annars er mér alveg sama hvoru liðinu við mætum,“ sagði Ferguson sem ætlar að vera á Stamford Bridge í kvöld og berja augum viðureign Chelsea og Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert