Alex Ferguson: Fyrsta skiptið sem ég vinn vítakeppni

Sir Alex lyftir Evrópubikarnum á loft.
Sir Alex lyftir Evrópubikarnum á loft. Reuters

,,Þetta er fyrsta vítaspyrnukeppnin sem ég vinn," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir sigurinn á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þetta er 22. stór titillinn sem Manchester United vinnur undir hans stjórn en í haust verða 22 ár liðin frá því hann tók við stjórninni hjá félaginu. 

„Þetta var frábær leikur sem bauð upp á mikla spennu og mörg tækifæri en sem betur fer höfðum við þetta,“ sagði Ferguson og tjáði fréttamönnum eftir leikinn að þetta væri besta lið hans frá upphafi.

Rio Ferdinand sagðist hafa haldið niðri í sér andanum þegar John Terry tók fimmtu spyrnu Chelsea og gat með henni tryggt Chelsea sigurinn.

„Ég hugsaði. Hann mun skora. Terry er frábær vítaskytta en hann rann til og því miður þurfti annað lið að tapa og það kom í hlut Chelsea,“ sagði Ferdinand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert