Giovani fer til Tottenham

Giovani fagnar þrennunni fyrir Barcelona gegn Murcia í síðasta mánuði.
Giovani fagnar þrennunni fyrir Barcelona gegn Murcia í síðasta mánuði. Reuters

Samningar hafa tekist um kaup Tottenham Hotspur á Giovani dos Santos, mexíkóska framherjanum frá Barcelona. Hann á eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu, og semja um kaup og kjör en samkvæmt BBC verður samningur hans til fimm ára.

Barcelona hefur rétt á 20 prósentum kaupverðs ef Tottenham selur hann innan tveggja ára.

Giovani hefur verið í röðum Barcelona frá 13 ára aldri og hefur spilað með unglingaliðunum þar til hann kom inní aðalliðið á síðasta tímabili. Hann lék alls 38 leiki með liðinu í öllum mótum í vetur, þar af 16 í byrjunarliði. Hann gerði þrennu í lokaleiknum á tímabilinu, 5:3 sigri gegn Real Murcia.

Faðir Giovanis, Zizinho, var brasilískur landsliðsmaður en hann hefur verið búsettur í Mexíkó og leikur með landsliðum þjóðarinnar. Giovani var í aðalhlutverki þegar Mexíkó varð heimsmeistari U17 ára landsliða árið 2005, með því að sigra Brasilíu, 3:0, í úrslitaleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert