Riise seldur til Roma

John Arne Riise.
John Arne Riise. Reuters

Norðmaðurinn John Arne Riise er genginn í raðir Roma en hann kemur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool fyrir tæplega fjórar milljónir punda, eða um 620 milljónir króna. Riise, sem er 27 ára bakvörður, skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið.

Riise hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2001 og upplifað skin og skúri með liðinu. Hann gerði sig sekan um hræðileg mistök í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á nýliðnu tímabili, þegar hann skoraði sjálfsmark á lokamínútunni, og var í kjölfarið mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum Liverpool.

Hann missti sæti sitt í byrjunarliði Liverpool á síðustu leiktíð og var í kjölfarið orðaður við félög á borð við Aston Villa og Newcastle en nú er orðið ljóst að hann heldur til Rómaborgar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert