Real bíður viðbragða Ronaldos

Cristiano Ronaldo er enn og aftur í fréttunum vegna áhuga …
Cristiano Ronaldo er enn og aftur í fréttunum vegna áhuga Real Madrid. Reuters

Forráðamenn Real Madrid segja að nú bíði þeir eftir því hvort Cristiano Ronaldo, portúgalski knattspyrnusnillingurinn, staðfesti áhuga sinn á að fara til félagsins. Um leið og hann geri það, muni þeir hefja viðræður við Manchester United um kaup á honum.

Þessi framhaldssaga hefur gengið undanfarnar vikur og fengið byr undir báða vængi þar sem Ronaldo hefur aldrei viljað útiloka þann möguleika að hann fari til spænsku meistaranna. Alex Ferguson og hans menn hjá Manchester United hafa til þessa sagt að Ronaldo verði aldrei seldur, hvað sem á gangi og hvaða upphæð verði í boði.

„Nú bíðum við eftir því að Ronaldo segi eitthvað um málið. Um leið og hann segir að hann vilji spila fyrir Real Madrid, munu félögin ræða saman. Við viljum ná samkomulagi við Manchester United, ef nokkur kostur er, það er að segja ef enska félagið vill selja og kaupverðið er viðráðanlegt," sagði stjórnarmaðurinn Miguel Angel Arroyo við íþróttadagblaðið Marca í dag.

Ronaldo býr sig undir stórleik Portúgals og Þýskalands í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Basel í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert