Yngsti dómari úrvalsdeildarinnar

Hinn 25 ára gamli Stuart Atwell fær að kljást við …
Hinn 25 ára gamli Stuart Atwell fær að kljást við leikmenn eins og Wayne Rooney og Jamie Carragher næsta vetur. Reuters

Stuart Atwell verður yngsti knattspyrnudómarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hún hefst á nýjan leik í ágúst. Stuart sem er einungis 25 ára varð landsdómari í fyrra, þannig eftir aðeins eitt ár sem alvöru dómari er hann orðinn að úrvalsdeildardómara. Það má því segja að Atwell fari hraða leið upp á toppinn.

„Ég get staðfest það að Atwell verður yngsti dómarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur áunnið sér virðingu hjá leikmönnum, þjálfurum og forráðamönnum þar sem hann hefur verið í einstaklega góðu formi og ákvarðanatökur hans góðar. Sem yfirmaður dómaramála vil ég hafa svo góða dómara á leikjum bestu liðanna,“ sagði Keith Hackett sem er yfir dómaramálum ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert