Arsenal með augastað á Peter Crouch

Fer Peter Crouch til Arsenal?
Fer Peter Crouch til Arsenal? Reuters

Arsenal hefur mikinn hug á að kaupa Peter Crouch frá Liverpool, fari svo að félagið selji Emmanuel Adebayor til AC Milan eða Barcelona. Þetta fullyrðir allavega kunnur umboðsmaður í knattspyrnunni.

AC Milan hefur staðfest að Adebayor sé efstur á óskalistanum en talið er að Ítalirnir þurfi að greiða Arsenal í kringum 30 milljónir punda fyrir Tógómanninn ef af verður.

Vincento Morabito, umboðsmaður á Ítalíu sem vinnur fyrir AC Milan, sagði í ítölskum sjónvarpsþætti í gærkvöld að ljóst væri að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, myndi ekki samþykkja að selja Adebayor fyrr en hann væri búinn að finna framherja í staðinn.

„Þeir leikmenn sem koma til greina hjá honum eru Peter Crouch, Roque Santa Cruz og þýski framherjinn Mario Gomez. Viðræður um Adebayor fara ekki á lokastig fyrr en hann hefur fundið leikmann en ég er nokkuð bjartsýnn á að það gangi eftir. Ég tel að líkurnar á að AC Milan fái Adebayor séu 70-80 prósent," sagði Morabito.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert