Wenger vonar að Ronaldo verði áfram hjá United

Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal vonar að Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum Englands- og Evrópumeisturum

Manchester United en Spánarmeistarar Real Madrid bíða eins og gammar og vilja fá Portúgalann snjalla til liðs við sig.

„Ég held að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United því ég trúi ekki að félagið hafi gefið út þær yfirlýsingar eins og það hefur gert ef það hefur fullvissu frá Ronaldo að hann verði um kyrrt,“ segir Wenger í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror.

Spurður hvort hann vildi sjá Ronaldo fara til Spánar sagði Wenger;

„Nei alls ekki. Ég vil að enska úrvalsdeildin verði sú besta í heimi og að vita ef þú vinnur Manchester United eða þú vinnur Chelsea þá ert þú í besta liði heims. Mér finnst Real Madrid ekki hafa staðið rétt að málum og það kemur að þeim tímapunkti að einhver verður að vinna gegn þeim. Manchester United hefur að mínu mati komið sterkt út úr þessum slag og ég gef forráðamönnum félagsins prik fyrir það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka