Nasri orðinn leikmaður Arsenal

Samir Nasri ásamt fyrrum leikmanni Arsenal, Thierry Henry, í leik …
Samir Nasri ásamt fyrrum leikmanni Arsenal, Thierry Henry, í leik með franska landsliðinu. Reuters

Arsenal staðfestir á vef félagsins að það hafi gert samning við franska landsliðsmanninn Samir Nasri. Hann kemur til Lundúnaliðsins frá franska liðinu Marseille og er kaupverðið 12 milljónir evra sem jafngildir 1,4 milljörðum íslenskra króna.

„Við erum mjög ánægðir að hafa gert samning við Samir Nasri. Hann er ungur og fljótur, hefur góða tækni og er bara frábær leikmaður. Hann hefur sýnt það hjá Marseille og með franska landsliðinu og við fögnum svo sannarlega komu hann til okkar,“ segir Wenger á vef Arsenal.

Nasri, sem er 21 árs gamall og hefur skorað 2 mörk í 21 leik með franska landsliðinu, er ánægður að vera kominn til Arsenal.

„Ég er að taka mikilvægt skref fram á við á mínum ferli því Arsenal er stórt og öflugt félag og ég er afar ánægður að vera orðinn leikmaður Arsenal,“ segir Nasri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert