Ferguson: Óheppilegt hjá Blatter

Alex Ferguson er ekki ánægður með Sepp Blatter.
Alex Ferguson er ekki ánægður með Sepp Blatter. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það hafi verið vægast sagt óheppilegt hjá Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, að líkja knattspyrnunni við þrælahald.

Blatter hefur að undanförnu gagnrýnt Manchester United fyrir að leyfa ekki Cristiano Ronaldo að fara til Real Madrid og sagt að félög sem haldi leikmönnum sínum á slíkan hátt séu í raun að framkvæma nútíma þrælahald.

„Þetta var óheppileg yfirlýsing frá manni í þessari stöðu. Það er langt síðan þrælahald var afnumið og knattspyrnumenn nútímans geta unnið sér inn 5-6 milljónir punda á ári. Þegar menn horfa til sögunnar og skoða hvað þrælahald í rauninni var, er þetta afar óheppilega að orði komist," sagði Ferguson við fréttamenn í Nígeríu í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert