Liverpool og Aston Villa hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Barry

Gareth Barry er væntanlega á leið til Liverpool eftir allt …
Gareth Barry er væntanlega á leið til Liverpool eftir allt saman. Reuters

Liverpool og Aston Villa hafa loks komist að samkomulagi um kaupverðið á enska landsliðsmanninum Gareth Barry. Að því er fram kemur á vefútgáfu Daily Mail í dag hafa félögin sæst á 17,5 milljónir punda, 2,8 milljarða króna, og mun Aston Villa fá að auki bakvörðinn Steve Finnan frá Liverpool.

Liverpool þarf hins vegar að losa sig við leikmenn áður en það getur gengið frá samningi við Aston Villa um kaupin en þeir leikmenn sem líklegastir eru að fara frá Liverpool eru Andriy Voronin, Alvaro Arbeloa og Xabi Alonso og þá hafa borist tilboð í Jermaine Pennant og Yossi Benayoun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert