Reina varði vítaspyrnu fyrir Liverpool

Jose Reina varði vítaspyrnu á 11. mínútu.
Jose Reina varði vítaspyrnu á 11. mínútu. Reuters

Liverpool og Arsenal eru bæði í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Kominn er hálfleikur og markalaust jafntefli hjá belgíska liðinu Standard Liege og Liverpool og sama staða er í Hollandi í viðureign Twente og Arsenal.

Standard fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 12. mínútu þegar liðið fékk dæmda vítaspyrnu en Jose Reina markvörður Liverpool sá við skoti frá Dante.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert