Sá fyrsti frá Manchester United til Arsenal í 34 ár

Mikael Silvestre á Emirates með Arsenal treyjuna.
Mikael Silvestre á Emirates með Arsenal treyjuna. Arsenal.com

Frakkinn Mikael Silvestre er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Arsenal frá Manchester United í 34 ár eða síðan Brian Kidd gekk í raðir Lundúnaliðsins frá Manchester-liðinu árið 1974. Silvestre, sem hefur verið á mála hjá United frá árinu 1999, skrifaði undir tveggja ára samning við Arsenal í gær og verður í keppnistreyju númer 18.

„Ég hef eytt stórum parti af ferli mínum hjá Manchester United og ég er frábærar minningar frá þessum tíma en nú finnst mér ég vera tilbúinn að taka nýja áskorun. Arsenal er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta liðið er skipað ungum leikmönnum sem hafa öðlast talsverða reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýjum kafla á mínum ferli og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að félaginu vegni vel,“ sagði Silvestre, sem var mikið frá á síðustu leiktíð vegna alvarlegra hnémeiðsla. 

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að Silvestre sé góð viðbót í leikmannahóp Arsenal. ,,Við eru með sterkan leikmannahóp en hann er ungur og því er gott að fá leikmann með jafn mikla reynslu og Silvestre hefur. Hann er góður leikmaður sem kemur örugglega til með að nýtast okkur,“ segir Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert