Keane fyrir barðinu á innbrotsþjófum

Robbie Keane varð fyrir leiðinlegri lífsreynslu.
Robbie Keane varð fyrir leiðinlegri lífsreynslu. Reuters

Robbie Keane bættist um helgina í hóp nokkurra leikmanna enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem hafa verið rændir síðustu tvö ár. Innbrotsþjófar nýttu tækifærið þegar Keane var á ferðalagi með írska landsliðinu.

Talið er að á meðal verðmæta sem þjófarnir höfðu á brott með sér sé verðmæt klukka og skartgripaskrín konu Keane.

Keane er þar með kominn í hóp þeirra Peter Crouch, Dirk Kuyt, Daniel Agger, Pepe Reina, Jerzy Dudek og Steven Gerrard sem allir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum Liverpool-borgar síðustu tvö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert