Ferguson hundóánægður með leik sinna manna

Albert Riera og Michael Carrick í baráttu um boltann á …
Albert Riera og Michael Carrick í baráttu um boltann á Anfield í dag. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustóri Manchester United var hundóánægður með frammistöðu sinna gegn Liverpool í dag en kollegi hans hjá Liverpool, Rafael Benítez, var að sama skapi mjög sáttur með leik sinna manna en í fyrsta sinn frá því hann tók við stjórastarfi hjá liðinu fagnaði hann sigri gegn United.

,,Maður reiknar ekki með svona frammistöðu frá Manchester United. Liverpool var klárlegra betra liðið og ég get ekki fundið neitt jákvætt við leik minna manna. Liðið lék langt undir getu og ég get bara nefnt Rio Ferdinand sem stóð fyrir sínu . Byrjunin lofaði svo sem góðu en síðan gerðist ekki neitt,“ sagði Ferguson eftir leikinn.

,,Þetta var gott fyrir sjálfstraustið hjá leikmönnum.  Í leikhléinu ræddum við að fá meira sjálfstraust og færa liðið framar og við vorum töluvert betra liðið í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Liðið sýndi mikinn styrk að koma til baka eftir að hafa lent undir svo snemma leiks og við náðum að pressa lið United afar vel,“ sagði Benítez.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert