Scolari vildi ekki tjá sigur um brottrekstur Terry

Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea.
Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea. Reuters

Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea vildi ekki tjá sig um brottrekstur John Terry í leiknum við Manchester City í kvöld og vildi heldur ekki horfa á atvikið í sjónvarpi en brottrekstur fyrirliða Chelsea þótti mjög umdeildur. Rauða spjaldið þýðir að hann tekur út leikbann þegar Chelsea fær Englandsmeistara Manchester United í heimsókn um næstu helgi.

Mark Halsey tók upp rauða spjaldið þegar Terry braut á Brasilíumanninum Jo en Halsey vildi meina að Terry hefði verið aftasti varnarmaður Chelsea en sjónvarpsmyndir sýndu að svo var líklega ekki.

,,Ég var ánægður með hvernig mínir menn svöruðu marki Robinho. Leikmenn mínir börðust vel og frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu léku þeir til sigurs,“ sagði Scolari sem skellti Didier Drogba inná síðustu 20 mínúturnar en þetta var fyrsti leikur hans frá því í maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert