Mourinho fylgist með Chelsea

José Mourinho fylgist grannt með sínu gamla félagi.
José Mourinho fylgist grannt með sínu gamla félagi. Reuters

Hinn litríki þjálfari Internazionale á Ítalíu, Jose Mourinho, er einn þeirra sem vart geta beðið eftir fyrsta stórleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á morgun þegar Chelsea tekur á móti Manchester United á Stamford Bridge í London.

Eru gárungar margir þegar farnir að spá því að úrslit þessa leiks geti ráðið úrslitum þegar upp verður staðið í vor þó deildin sé aðeins rétt nýhafin.

En auðvitað skipta þrjú stig til eða frá máli þegar á lokasprettinn er komið og það veit Mourinho. „Þetta er stórleikur í öllum merkingum þess orðs og alls ekki hægt að missa af honum. Persónulega verð ég að stjórna mínu liði á sama tíma gegn Tórínó en ég tek leikinn upp og horfi á hann um leið og ég kem heim. Ég veit mætavel að vart er um annað talað en þennan leik í Englandi þegar þessi félög keppa og skil það enda stórveldi að mætast og mér fannst alltaf gaman að mæta Alex Ferguson og takast á við hann og lið hans."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert