Stamford Bridge virðist óvinnandi vígi

John Obi Mikel í baráttunni við Cristiano Ronaldo.
John Obi Mikel í baráttunni við Cristiano Ronaldo. Reuters

Stamford Bridge, heimavöllur Chelsea, virðist óvinnandi vígi. Manchester United gerði 1:1 jafntefli þar í dag og nú hefur Chelsea leikið 85 deildarleiki í röð  á Brúnni án þess að tapa.

Ji-Sung Park kom United yfir á 18. mínútu en gestirnir voru betri í fyrri hálfleiknum og verðskulduðu forystuna.

Dæmið snérist við í síðari hálfleik, þá var Chelsea mun sterkara og  Salomon Kalou jafnaði metin á 80. mínútu en þá hafði Chelsea sótt nokuð mikið. Kalou kom inn sem varamaður fimm mínútum áður en hann skoraði.

Leikmenn United fengu sjö gul spjöld í leiknum.

Arsenal er því á toppnum með 12 stig, Liverpool og Chelsea eru með 11 stig en United í 14. sæti með fimm stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert