Petr Cech: Stefnum á fernuna

Petr Cech markvörðurinn snjalli hjá Chelsea.
Petr Cech markvörðurinn snjalli hjá Chelsea. Reuters

Petr Cech markvörður Chelsea segir að liðið hafi alla burði til að vera með í baráttunni um að vinna fjóra titla á leiktíðinni. Chelsea-liðið hefur farið vel af stað undir stjórn Brasilíumannsins Luiz Felipe Scolari og er taplaust á leiktíðinni.

,,Ef þú lítur á leikmennina sem við höfum úr að spila þá sé ég ekki annað en að við eigum að hafa burði til að berjast um titil á fernum vígstöðvum. Það er nánast sama hvaða leikmönnum þjálfarinn stillir upp. Liðið er feikilega sterkt. Við förum í allar keppnir til að vinna og það er því ekkert skrýtið að stjórinn stillir upp sterku liði í öllum leikjum,“ sagði Cech við Sky Sport fréttavefinn.

Chelsea náði þeim ótrúlega árangri að spila sinn 85. leik í röð án taps á heimavelli í úrvalsdeildinni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Manchester United.

Chelsea sækir gamla Íslendingaliðið Stoke heim á Britannia völlinn á laugardaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert