Agger er á óskalista Real Madrid

Daniel Agger er á óskalista Real Madrid.
Daniel Agger er á óskalista Real Madrid. Reuters

Danski miðvörðurinn Daniel Agger sem leikur með Liverpool er á óskalista Spánarmeistara Real Madrid og hafa forráðamenn liðsins staðfest að það ætli að reyna að fá hann þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Agger, sem er 23 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum, hefur átt erfitt með að komast í lið Liverpool eftir að hann sneri til baka úr meiðslum en hann var frá í marga mánuði vegna ristarbrots.


„Agger leikmaður sem við höfum fylgst lengi með og það er líklegt að við gerum tilboð í hann í janúar. Hann er heimsklassa leikmaður og það er ekki spurning að hann myndi henta okkar liði vel,“ segir Jose Angel Sanchez í viðtali við The Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert