Owen getur vel komist í enska landsliðið

Michael Owen
Michael Owen Reuters

Ray Clemence, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að Michael Owen, leikmaður Newcastle, geti vel komist í enska landsliðið.

Owen, sem er 28 ára, var ekki valinn í hópinn fyrir leikina við Kasakstan og Hvíta-Rússland sem framundar eru. Fabio Capello, landsliðsþjálfari, valdi sóknarmennina Peter Crouch, Jermain Defoe, Wayne Rooney og Emile Heskey að þessu sinni.

„Það sem Michael þarf að gera er að halda áfram að spila eins og hann hefur gert og skora mörk og er hann leikur eins og hann gerir best efast ég ekki um að Fabio mun hafa hann í huga,“ segir Clemence.

Owen hefur skorað 40 mörk í þeim 89 landsleikjum sem hann hefur spilað og í vetur hefur hann sett fimm fyrir Newcastle.

„Sem stendur eru þessir fjórir sóknarmenn í góðum gír og skora mikið. Þess vegna eru þeir í landsliðshópnum. Fabio vill hafa þá 23 leikmenn í hópnum sem hann telur besta hverju sinni og hann telur þessa fjóra framherja sterkari,“ segir Clemence.

Roy Evans, aðstoðarþjálfari hjá Wales, þekkir vel til Owens frá því þeir voru hjá Liverpool. „Capello er með frábært lið ef hann hefur efni á að velja Owen ekki,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert