Vill stig á Trafford

Phil Brown knattspyrnustjóri Hull hefur farið vel af stað með …
Phil Brown knattspyrnustjóri Hull hefur farið vel af stað með sitt lið. Reuters

Phil Brown, stjóri spútnikliðs Hull í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, ætlar ekki með sína menn í neina útsýnisferð á Old Trafford þar sem þeir mæta Manchester United í dag.

„Ég sagði við leikmenn mína að ef það væri einhver í hópnum sem langaði ekki að ná í eitthvað á Old Trafford gæti sá hinn sami sleppt því að koma með okkur. Það er fullt af liðum sem vildu gjarnan vera með 20 stig eftir tíu leiki. Við verðum að læra af tapinu gegn Chelsea um síðustu,“ sagði Brown.

Patrice Evra, hjá United, býst við mikilli mótspyrnu. „Ég býst ekki við að þeir muni leggjast í vörn heldur reyni að sækja. Þá gæti leikurinn orðið frábær.“ sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert