Gerrard þarf að hvíla sig

Steven Gerrard
Steven Gerrard Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, þurfi að hvíla sig og vonast til að geta komið því þannig fyrir að hann geti hvílt hann eitthvað á næstu vikum.

Gerrard hefur leikið 19 leiki á þessari leiktíð. „Hann þarf að fá smá hvíld,“ segir stjórinn á heimasíðu félagsins og bætir við: „Það er alveg klárt að hann er dálítið þreyttur í augnablikinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Björgvin Ólafur Gunnarsson: Væl
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert