Hargreaves ekki meira með í vetur

Owen Hargreaves, til vinstri, hefur verið óheppinn með meiðsli.
Owen Hargreaves, til vinstri, hefur verið óheppinn með meiðsli. Reuters

Owen Hargreaves, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu leikur ekki meira með Manchester United á þessu keppnistímabili vegna alvarlegra meiðsla í hné en þetta var staðfest í dag.

Hargreaves hefur aðeins leikið þrjá leiki með United á tímabilinu, síðast í september. Hann var sendur í rannsókn hjá einum þekktasta íþróttaskurðlækni heims, Richard Steadman, og niðurstaðan var sú að Hargreaves gengist undir uppskurði á báðum hnjám. Sá fyrri hefur þegar verið framkvæmdur og hinn verður eftir hálfan mánuð.

Hargreaves er 27 ára gamal og kom til United frá Bayern München sumarið 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert