Tottenham sló Liverpool út úr deildabikarnum

Roman Pavlyuchenko og Fraizer Campbell skoruðu tvö mörk hvor gegn …
Roman Pavlyuchenko og Fraizer Campbell skoruðu tvö mörk hvor gegn Liverpool í kvöld og fagna hér einu þeirra. Reuters

Tottenham sigraði Liverpool, 4:2, í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld en leikur liðanna fór fram á White Hart Lane í London.

Frazier Campbell lék vörn Liverpool grátt í kvöld en á sex mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks lagði hann upp eitt mark og skoraði síðan tvívegis sjálfur, þannig að staðan var 3:0 í hálfleik.

Blackburn vann Sunderland, 2:1, á útivelli og á Stamford Bridge þarf óvænt að framlengja viðureign Chelsea og Burnley en þar er staðan 1:1. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Burnley.

Hér á mbl.is var fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu frá leik Tottenham og Liverpool.

Tottenham - Liverpool 4:2, bein lýsing.
1:0 Roman Pavlyuchenko 38.
2:0 Frazier Campbell 42.
3:0 Frazier Campbell 44.
3:1 Damien Plessis 49.
4:1 Roman Pavlyuchenko 52.
4:2 Sami Hyypiä 64.

Sunderland - Blackburn 1:2.
0:1 Roque Santa Cruz 65.
0:2 Phil Bardsley 70.(sjálfsmark)
1:2 Kenwyne Jones 71.

Chelsea - Burnley 1:1.
1:0 Didier Drogba 27.
1:1 Ade Akinbiyi 69.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert