Villa lagði Arsenal á Emerates

Ronaldo með tvö í dag.
Ronaldo með tvö í dag. Reuters

Aston Villa gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal á útivelli 2:0 í ensku deildinni í dag og á sama tíma vann Manchester United öruggan sigur á Stoka á Old Trafford.

Villa var vel að sigrinum komið, Yong lét Almunia verja víti frá sér á 20. mínútu en síðan gerði Clinchy sjálfsmark á 70. mínútu og Gabriel Agvonlahor bætti öðru marki við tíu mínútum síðar.

United átti ekki í neinum vandræðum og vann Stoke 5:0. Ronaldo gerði fyrsta markið á 3. mínútu og það síðasta á 89. en þeir Carrick, Berbatov og Welbeck gerðu hin þrjú mörkin.

Fulham vann Tottenham 2:1 með mörkum Simon Davies og Andrew Johnson en Fraizer Campbell gerði mark Tottenham.

Sunderland lagði Blackburn 2:1 á útivelli þar sem þeir Kenwyne Jones og Djibril Cisse skoruðu í síðari hálfleik en Vaijeany gerði mark Blackburn rétt fyrir leikhlé.

Newcastle og Wigan gerðu 2:2 jafntefli, Michael Owen og Obefemi Martins með mörk Newcastle en Ryan Taylor og Titus Bramble skoruðu fyrir Wigan.

West Ham og Portsmouth gerðu markalaust jafntefli og var Hermann Hreiðarsson á varamannabekk Portsmouth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert