Meiðslavandræði hjá Man.Utd

Rio Ferdinand nær tæplega að spila með Manchester United á …
Rio Ferdinand nær tæplega að spila með Manchester United á Villa Park á morgun. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er í nokkurri óvissu með leikmannahóp sinn fyrir erfiðan útileik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Dimitar Berbatov tognaði í læri í leik með Búlgörum gegn Serbum í fyrrakvöld og verður ekki með, og Wes Brown er enn úr leik eftir aðgerð á ökkla fyrir nokkrum vikum. Rio Ferdinand er mjög tæpur vegna meiðsla í baki en Ferguson sagði á blaðamannafundi að hann væri nokkuð bjartsýnn á að Wayne Rooney yrði búinn að hrista af sér meiðslin sem komu í veg fyrir að hann spilaði með enska landsliðinu gegn Þjóðverjum í Berlín í fyrrakvöld.

Þá á Ferguson eftir að sjá hversu Cristiano Ronaldo, Nani og Anderson eru eftir langt flug frá Brasilíu en þar tóku þeir allir þátt í landsleik Brasilíu og Portúgals í fyrrinótt og komu ekki aftur til Englands fyrr en seint í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert