Grétar Rafn fyrir ofan Cristiano Ronaldo

Grétar Rafn Steinsson getur verið sáttur við frammistöðu sína í …
Grétar Rafn Steinsson getur verið sáttur við frammistöðu sína í enska boltanum. Reuters

Grétar Rafn Steinsson er tveimur sætum fyrir ofan sjálfan Cristiano Ronaldo úr Manchester United samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.

Í gær birti Actim nýjan lista og á honum er Grétar Rafn í 33. sæti en Ronaldo, sem á dögunum var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu og er einn af fimm sem koma til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, er í 35. sæti. Grétar Rafn er einn fjögurra leikmanna Bolton sem hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í úrvalsdeildinni og hefur hann vakið athygli fyrir vasklega framgöngu. Siglfirðingurinn leikur í stöðu hægri bakvarðar en engu að síður hefur hann skorað 2 mörk og þá hefur hann lagt upp nokkur mörk.

Nicolas Anelka trónar á toppnum á tölfræðilistanum en Frakkinn er markahæstur – hefur skorað 14 mörk en hann skoraði sitt 100. úrvalsdeildarmark um síðustu helgi.

Í tíu efstu sætunum á listanum eru:

1.Nicolas Anelka, Chelsea

2.Frank Lampard, Chelsea

3.Gabriel Agbonlahor, AstonVilla

4.Ashley Young, Aston Villa

5.Dirk Kuyt, Liverpool

6.Jose Boswinga, Chelsea

7.Michael Turner, Hull

8.Stephen Ireland, Man City

9.Gareth Barry, Aston Villa

10.Jose Reina, Liverpool

*Nemanja Vidic er efstur á blaði hjá Englandsmeisturunum en hann er í 21. sæti og Rio Ferdinand er einu sæti neðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert