Lee: Höfum aldrei efast um Keane

Robbie Keane fagnar öðru marka sinna í gær ásamt Steven …
Robbie Keane fagnar öðru marka sinna í gær ásamt Steven Gerrard. Reuters

Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, sagði að forráðamenn félagsins hefðu aldrei efast um styrk Robbie Keane, enda þótt honum hefði gengið illa að skora í vetur. Keane gerði tvö mörk í 3:0 sigri Liverpool á Bolton í gær en félagið keypti hann af Tottenham í sumar fyrir 20 milljónir punda. Margir hafa látið í ljósi efasemdir um að þeim fjármunum hafi verið vel varið.

„Okkur finnst ekki að Robbie hafi leikið undir getu, hvað sem aðrir hafa sagt um hann. Hann hefur lagt gífurlega hart að sér og unnið vel fyririr liðið og það segir sitt um hann. Það hefur mikið verið sagt og skrifað en við vitum hvers vegna við keyptum Robbie til félagsins og hann heur aldrei valdið okkur vonbrigðum," sagði Lee, sem stýrði liði Liverpool annan leikinn í röð þar sem Rafael Benítez er að jafna sig eftir nýrnasteinaaðgerð.

„Við höfum aldrei efast um hæfileika Robbie, eða vinnusemi hans, og framlag hans til liðsins og félagsins er stórt. Það eru engin vandamál í kringum hann." sagði Lee við fréttamenn í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka