Serbarnir til liðs við Manchester United

Zoran Tosic, til hægri, í leik með Serbum.
Zoran Tosic, til hægri, í leik með Serbum. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United hafa gengið frá kaupunum á Serbunum Zoran Tosic og Adem Ljajic frá Partizan Belgrad og verða þetta einu kaup meistaranna í janúarglugganum.

Tosic, sem er 21 árs gamall og hefur leikið 12 landsleiki fyrir Serbíu, mun ganga þegar í stað til liðs við Manchester United og verður í keppnistreyju með númer 17 á bakinu en Ljajic, sem er 17 ára gamall, verður í láni hjá Partizan Belgrad út leiktíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert