Riera og Torres tryggðu Liverpool sigur á Preston

Albert Riera skoraði fyrir Liverpool.
Albert Riera skoraði fyrir Liverpool. Reuters

Liverpool var að tryggja sér farseðilinn í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með því að leggja 1. deildarliðið Preston að velli, 2:0, á Deepdale vellinum í Preston.

Spánverjinn Albert Riera skoraði fyrra markið á 25. mínútu og landi hans Fernando Torres bætti öðru við í uppbótartíma en Torres var að spila sinn fyrsta leik í nokkrar vikur, lék síðasta stundarfjórðung leiksins.

Riera skoraði fyrra markið með góðu skoti úr teignum eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn Preston og þegar leiktíminn var að fjara út sluppu Steven Gerrard og Fernando Torres innfyrir vörn Preston. Gerrard var óeigingjarn en hann sendi á Torres sem ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi en Torres leysti Robbie Keane af hólmi.

Preston: Lonergan, Jones, Mawene, St. Ledger, Davidson, Sedgwick, Chaplow, McKenna, Wallace, Parkin, Mellor. Varamenn: Chris Neal, Brown, Nicholson, Carter, Whaley, Nolan, Elliott.
 

Liverpool: Cavalieri, Carragher, Hyypia, Agger, Insua, Alonso, Mascherano, Babel, Gerrard, Riera, Keane. Varamenn: Reina, Torres, Aurelio, Leiva Lucas, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Steven Gerrard er í liði Liverpool en Fernando Torres á …
Steven Gerrard er í liði Liverpool en Fernando Torres á bekknum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert