United lagði Southampton, 3:0, og mætir Tottenham

Danny Welbeck fagnar marki sínu á St.Marys.
Danny Welbeck fagnar marki sínu á St.Marys. Reuters

Manchester United átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar en Englandsmeistararnir höfðu betur gegn Southampton, 3:0, þar sem 1. deildarliðið lék manni færri í 55 mínútur. United tekur á móti Tottenham í fjórðu umferðinni.

Danny Welbeck skoraði fyrsta markið á 20. mínútu með skalla af stuttu færi. Nani bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 48. mínútu sem United fékk á silfurfati frá Mike Riley dómara og það var síðan Darron Gibson sem innsiglaði sigur Manchester-liðsins á 81. mínútu.

Manchester United gat leyft sér að hvíla Cristiano Ronaldo og þá lék Wayne Rooney aðeins síðustu 25 mínúturnar. Þá voru þeir Rio Ferdinand, Carlos Tevez og Patrice Evra allir fjarri góðu gamni en engu að síður stillti United upp nokkuð sterku liði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert