Guðjón Þórðarson: Langar að fara lengra í bikarnum

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe segist varla geta beðið eftir því að stýra liði sínu á morgun en þá mætir það Milwall í endurteknum leik í bikarkeppninni og verður það fyrsti leikurinn sem Guðjón stjórnar liðinu á heimavelli. Sigurliðið úr rimmunni mætir sigurvegaranum í viðureign Newcastle og Hull.

,,Ég hlakka mjög leiksins og sérstaklega þar sem þetta er fyrsti heimaleikur liðsins undir minni stjórn. Það er langt síðan við spiluðum síðast og því er maður spenntur,“ segir Guðjón á heimasíðu Crewe.

,,Það er alltaf gott að spila á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sína og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Þetta verður erfiður leikur á móti Milwall. Það er sterkt lið sem er í þriðja sæti í deildinni og við verðum að vera vel einbeittir. Það er gaman að vera með í bikarnum og okkur langar að fara lengra. Leikur á móti úrvalsdeildarliði er í húfi og það gerir leikinn mjög mikilvægan,“ segir Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert